Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands var ekkert smeykur þegar fréttir bárust af meiðslum Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Gylfi verður frá í 6-8 vikur en ekki lengur eins og óttast hafði verið.
Heimir segist ekki pirra sig á hlutum sem hann ræður ekki við. Sam Allardyce vill að Gylfi spili með Everton áður en tímabilið er á enda en Heimir vonar að hann fari varlega.
,,Við vitum ekkert meira, við vitum hvernig meiðslin eru. Tognað liðband, vonandi fer hann ekki of snemma af stað,“ sagði Heimir.
,,Ég hef tekið þá ákvörðun að svekkja mig ekki á hlutum sem ég ræð ekki við.“