Næsti miðasölugluggi á HM 2018 í Rússlandi hefst á þriðjudaginn næstkomandi, 13. mars, klukkan 9:00 að íslenskum tíma.
Um er að ræða sölu þar sem miðakaupendur fá strax svör frá kerfinu um það hvort miðarnir fást – fyrstur kemur, fyrstur fær.
Síðustu úthlutanir úr síðasta fasa miðasölunnar eru að klárast í dag.
FIFA hefur hins vegar greint frá því að ekki sé hægt að kaupa miða á tvo leiki á morgun. Sjálfan úrslitaleikinn og ekki heldur leik Íslands og Argentínu á HM.
Um er að ræða fyrsta leik Íslands á HM en gríðarleg eftirspurn var eftir miðum á þann leik, nú er ljóst að ekki er hægt að fá miða á þann leik á morgun.
Þetta er mikið högg fyrir marga íslenska stuðningsmenn sem voru að vonast eftir miðum á fyrsta leik Íslands á HM, margir eru komnir með miða en margir hafa ekki fengið miða.