Ísland og Danmörk mættust í dag í leik um 9. sætið á Algarve mótinu en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Íslenska liðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk hættulegri færi en leikið var við afar erfiðar aðstæður í dag þar sem það rigndi mikið.
Sanne Troelsgaard-Nielsen kom Danmörku yfir á 62. mínútu en Hlín Eiríksdóttir jafnaði metin fyrir Ísland á 70. mínútu og staðan því 1-1 eftir venjulegan leiktíma.
Íslenska liðið hafði svo betur í vítaspyrnukeppni þar sem stelpurnar skoruðu úr öllum sínum spyrnum á meðan Sonný Lára varði þriðju spyrnu Dana og niðurstaðan því sigur Íslands.