HM í Rússlandi fer fram í sumar og er Ísland með á mótinu í fyrsta sinn í sögunni.
Ísland er í D-riðli mótsins eða Dauðariðlinum svokallaða eins og margir vilja kalla hann eftir að dregið var í riðla.
Ásamt Íslandi eru Argentína, Nígería og Króatía með okkur í riðli og því ljóst að það mun reynast ærið verkefnið að fara upp úr riðlinum.
Lionel Messi, sóknarmaður Barcelona er fyrirliði argentínska liðsins en hann er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar.
Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik sínum á mótinu en Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var með skýr skilaboð til Messi á dögunum.
„Þetta er fyrsti leikur mótins og það er nóg eftir. Reyndu að slaka á og taka því rólega því það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Heimir en myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
🇮🇸@footballiceland coach Heimir Hallgrímsson's message to #Messi 😂
"It's the first game, just relax!"
Representatives of all 32 teams are out in 🇷🇺Sochi in to learn more ahead of the #WorldCup pic.twitter.com/45j9MZqkYH
— FIFA World Cup 🏆 (@FIFAWorldCup) February 26, 2018