Claudio Ranieri, stjóri Nantes í Frakklandi var mættur á blaðamannafund í gær fyrir leik liðsins fyrir Amiens.
Ranieri var spurður út í Kolbein Sigþórsson, framherja liðsins á fundinum og hvort það væri langt í að hann myndi snúa aftur á knattspyrnuvöllinn.
Kolbeinn hefur ekkert spilað síðan sumarið 2016 vegna hnémeiðsla en hann greindi sjálfur frá því í byrjun febrúar að hann yrði klár í slaginn í þessum mánuði.
„Það er einhver smá bið í að Kolbeinn snúi aftur,“ sagði Ranieri.
„Við verðum að bíða eitthvað aðeins með hann,“ sagði hann að lokum.