fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
433

Voru mistök að hækka bónusa hjá stelpunum? – Vantar fjármuni í að bæta kvennafótboltann

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson fréttamaður og útvarpsmaður á X977 velti því fyrir sér hvort peningum hafi verið vel varið þegar bónusgreiðslur kvennalandsliðsins voru hækkaðar.

Á dögunum voru bónusar hjá stelpunum hækkaðir úr 85 þúsund krónur á sigur í 300 þúsund krónur á sigur. Sama og karlalandsliðið fær í dag.

Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins hélt tölu á málþingi á föstudag og sagði að það vantaði U23 ára landslið kvenna og að nýta þyrfti alla leikadaga fyrir kvennalandsliðið. Hvorugt er í dag.

Tómas Þór velti því fyrir sér hvort peningum væri vel varið með því að hækka bónusa frekar en að bæta kvennafótboltann.

,Ef við horfum í undankeppni HM 2019 sem er í gangi. Rökrétt er að þetta verði fimm sigrar, tvö jafntefli og eitt tap í átta leikjum. Sigrarnir gefa þá 34,5 milljónir í bónusa og jafnteflin 4,6 milljónir. Samtals verða bónusgreiðslurnar 39 milljónir króna. Þetta er að hækka verulega,“ sagði Tómas Þór í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag.

,,Það er hættulegt að segja að það eigi ekki að hækka bónusreiðslur kvenna, að bónusa eigi ekki að vera jafn háir og karla. Ég er að spá hvort peningunum hafi verið vel varið út frá því sem landsliðsþjálfarinn var að segja, við erum líklega að fara að dragast aftur út miðað við hvað þjóðirnar fyrir aftan okkur eru að setja í þetta. Ef við hefðum tvöfaldað bónusa þeirra, 170 þúsund á sigur og 80 þúsund á jafntefli. Þá hefði verið hægt að spara 15-16 milljónir. Landsliðsverkefni, sjö dagar. Þá er ég að tala um U23 leiki eða aðra ferð fyrir A-landsliðið til að nýta þá daga sem eru. Það kostar um 5 milljónir, ef við hefðum bara tvöfaldað bónusa. Þá eru það þrjú verkefni í sjö daga, það er peningur sem íslenskur kvennafótbolti græðir á. Það fer ekki í vasa leikmanna, kvennalandsliðið er ekki að afla tekjum. Það eru strákarnir sem gera það, það á að setja þá peninga í kvennalandsliðið. Vilja þær ekki nýta þennan pening í að styrkja landsliðið?.“

,,Ég er ekki að segja að þetta sé ekki rétt ákvörðun, ef þeir voru að skuldbinda sig til að greiða 30-50 milljónir í viðbót til kvennalandsliðsins í bónusa. Hefði ekki mátt nota þessar upphæðir í að gera kvennafótboltann betri?.“

,,Það eru minni líkur á að það verði peningur settur í U23 ára lið eða í að nýta dagana til að spila. Freyr hefur bent á hvað er að og hvað þarf að bæta.“

Umræðuna má heyra hér að neðan eftir 49 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“

Sjáðu myndband stórstjörnunnar sem hefur verið harðlega gagnrýnt – „Mamma þeirrra er frá Kamerún og pabbi þeirra frá Nígeríu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara

Eru í miklu sambandi við Trent sem er opinn fyrir því að fara
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Umdeilda stjarnan vann 150 milljónir á afmælisdaginn: Var tilbúinn að veðja 12 milljónum – Birti sjálfur mynd af miðanum

Umdeilda stjarnan vann 150 milljónir á afmælisdaginn: Var tilbúinn að veðja 12 milljónum – Birti sjálfur mynd af miðanum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Meistaradeildin: Ótrúleg dramatík í Írlandi er Víkingar duttu úr leik – Nikolaj klikkaði á víti á 98. mínútu

Meistaradeildin: Ótrúleg dramatík í Írlandi er Víkingar duttu úr leik – Nikolaj klikkaði á víti á 98. mínútu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband

Pólverjar ekki alveg með hlutina á hreinu: Þorvaldur óvænt í sviðsljósinu – Sjáðu skondið myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“

Mbappe bað aldrei um þetta – „Virði hann svo mikið“
433Sport
Í gær

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda

Ronaldo versti sóknarmaður EM – Mjög óvænt nafn rataði á listann umdeilda
433Sport
Í gær

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið

Sagði Vilhjálmur prins þetta virkilega meðan heimsbyggðin horfði? – Varalesari fenginn í málið