fbpx
Laugardagur 20.júlí 2024
433

Blikar segjast þurfa betri aðstöðu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik hefur boðað til fundar vegna þess að félagið kveðst ekki vera með nógu góða aðstöðu.

Tilefni fundarins er alvarlegur aðstöðuvandi knattspyrnudeildar Breiðabliks yfir vetrarmánuðina sem deildin hefur glímt við um nokkurt skeið segir á Facebook síðu Breiðabliks.

Breiðablik er með Fífuna sem knattspyrnuhöll en félagið er með stærstu knattspyrnudeiild landsins.

Af Facebook síðu Breiðabliks:
„Vetraraðstaða knattspyrnudeildar Breiðabliks sprungin“
Knattspyrnudeild Breiðabliks boðar til félagsfundar þriðjudaginn 20. mars n.k. kl. 20:00 á 2. hæð í Smáranum.
Tilefni fundarins er alvarlegur aðstöðuvandi knattspyrnudeildar Breiðabliks yfir vetrarmánuðina sem deildin hefur glímt við um nokkurt skeið. Nú er svo komið að deildin er kominn langt yfir þolmörk og hefur deildin m.a. verið að leigja aðstöðu af þremur Reykjavíkurfélögum ásamt því að leigja aðstöðu í Sporthúsinu fyrir sína iðkendur. Með áframhaldandi þróun þarf að fara grípa til aðgerða eins og fjöldatakmarkana hjá deildinni frá og með næsta hausti.
Mjög mikilvægt er að allir mæti og láti sig málið varða.

Dagskrá fundarins:
• Farið yfir VSÓ skýrslu um aðstöðuvanda knattspyrnudeildar Breiðabliks sem Kópavogsbær lét gera s.l. haust.

• Farið yfir tillögur vinnuhóps knattspyrnudeild Breiðabliks á aðstöðuvanda deildarinnar

• Farið yfir áhrif plássleysis á iðkendur – Búa iðkendur í knattspyrnu í Kópavogi við aðstöðumun?

• Umræður

Fundarstjóri:
Heiðar Ásberg Atlason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 18 klukkutímum

Þórhallur velur hóp til æfinga

Þórhallur velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Efnilegir KR-ingar frábærir í Portúgal og unnu mótið – Sjáðu svipmyndir úr úrslitaleiknum og fagnaðarlætin

Efnilegir KR-ingar frábærir í Portúgal og unnu mótið – Sjáðu svipmyndir úr úrslitaleiknum og fagnaðarlætin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yamal í fótspor Messi

Yamal í fótspor Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Adam lánaður til Ítalíu – Framlengdi á Hlíðarenda

Adam lánaður til Ítalíu – Framlengdi á Hlíðarenda
433Sport
Í gær

Ofurtölvan snýr aftur og stokkar spilin fyrir næstu leiktíð – Gleði hjá Manchester United en sorg hjá Arsenal

Ofurtölvan snýr aftur og stokkar spilin fyrir næstu leiktíð – Gleði hjá Manchester United en sorg hjá Arsenal
433Sport
Í gær

Úrúgvæinn semur við Manchester United

Úrúgvæinn semur við Manchester United
433Sport
Í gær

Frægur einstaklingur fór vel yfir strikið: Hótaði manninum öllu illu – ,,Ég er að koma að rífa úr þér tennurnar og berja þig“

Frægur einstaklingur fór vel yfir strikið: Hótaði manninum öllu illu – ,,Ég er að koma að rífa úr þér tennurnar og berja þig“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Breiðablik áfram eftir að hafa lent undir á Kópavogsvelli

Sambandsdeildin: Breiðablik áfram eftir að hafa lent undir á Kópavogsvelli