Verona á Ítalíu sakar Berglindi Björg Þorvaldsdóttir um lygar í viðtali sem hún fór í hjá RÚV á dögunum.
Berglind og Arna Sif Ásgrímsdóttir sömdu við Verona á síðasta ári en mættu ekki til æfinga á nýju ári Þær sögðu félagið hafa brotið gerða samninga. Þær hafa nú losnað frá félaginu, Berglind er mætt aftur til Breiðabliks og Arna samdi við Þór/KA.
Þær sögðu að íbúðin sem þær fengu frá Verona hefði ekki verið eins og lofað hafði verið.
Þetta segir Verona allt vera vitleysu og að ekki sé rétt að félagið skuldi þeim laun.
,,Við höfum greitt laun að FULLU! Leikmennirnir eiga ekki inni nein vangoldin laun. Lögfræðingar okkar hafa komist að samkomulagi við leikmennina sem um ræðir. Það sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir segir í viðtölum á Íslandi er því út í hött,“ segir í yfirlýsingu sem RÚV fékk.
Við höfum líka lesið um meintar hótanir í garð stelpnanna. Við erum engin mafía eins og Þorvaldsdóttir hefyr líkt okkur við og það eru raunar mjög alvarlegar og dónalegar ásakanir sem við þó tökum mjög alvarlega. Til að koma þessum málum á hreint: Leikmennirnir létu okkur vita með tveggja daga fyrirvara að þeir myndu ekki koma aftur til Ítalíu, þó svo að búið hefði verið að kaupa flugmiða fyrir þá.