fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
433

Ólafur unnið 25 prósent leikja eftir að hann tók við FH

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 09:53

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengi FH á undirbúningstímabilinu hefur vakið athygli en ljóst er að ekki má lesa of mikið í það.

Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH síðasta haust og hann hefur verið að gera miklar breytingar.

Talsverðar breytingar hafa orðið á mannskap FH og ekki eru allir komnir af stað.

FH á svo eftir að bæta við sig varnarmanni hið minnsta áður en tímabilið hefst.

Ólafur hefur stýrt FH í átta leikjum á undirbúningstímabilinu í mótum. Um er að ræða þrjú mót en FH hóf keppni í Lengjubikarnum í gær.

Í Bose mótinu spilaði FH þrjá leiki án þess að skora en í Fótbolta.net mótinu vann liðið tvo af fjórum leikjum sínum.

Liðið hóf svo Lengjubikarinn í gær á því að tapa gegn Fylki en mjög margir ungir leikmenn fengu tækifæri hjá FH.

FH hefur því unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Ólafs sem gerir 25 prósent sigurhlutfall.

Bose mótið:
FH 0 – 1 Stjarnan:
FH 0 – 1 FJölnir
FH 0 – 2 KR

Fótbolta.net mótið
FH 1 – 1 Grindavík
FH 1 – 2 HK
FH 3 – 1 Keflavík
FH 2 – 1 ÍA

Lengjubikarinn:
FH 1 – 2 Fylkir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Beckham ætlar að reyna að sækja De Bruyne

Beckham ætlar að reyna að sækja De Bruyne
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svekkjandi jafntefli í afar fjörugum leik gegn Sviss

Svekkjandi jafntefli í afar fjörugum leik gegn Sviss
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dómurinn á Gylfa í gær umdeildur – „Það að fá að negla rauðu spjaldi í andlitið á Gylfa er stórt“

Dómurinn á Gylfa í gær umdeildur – „Það að fá að negla rauðu spjaldi í andlitið á Gylfa er stórt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leggur til að stelpurnar væli og öskri meira – „Ég er með skothelt plan eins og K-Frost myndi segja“

Leggur til að stelpurnar væli og öskri meira – „Ég er með skothelt plan eins og K-Frost myndi segja“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta lið 1. umferðar í Bestu deildinni – Fjórir koma frá ÍA

Besta lið 1. umferðar í Bestu deildinni – Fjórir koma frá ÍA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda