Bergveinn Ólafsson og GUðmundur Karl Guðmundsson hafa samið aftur við Fjölni. Báðir koma frá FH
Guðmundur Karl gerir tveggja ára samning og Bergsveinn skrifar undir til þriggja ára.
Bergsveinn er fæddur árið 1992 en hann yfirgaf Fjölni eftir tímabilið 2015. Hann hefur í tvö ár leikið með FH og spilað þar stórt hlutverk undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Bergsveinn lék sinn fyrsta leik með FJölni árið 2010 og var algjör lykilmaður hjá félaginu áður en hann fór til FH.
Ólafur Kristjánsson tók við FH í vetur og hefur verið að gera breytingar á liðinu.
Bergsveinn var fyrirliði FJölnis áður en hann fór til FH en Ólafur Páll Snorrason tók við þjálfun liðsins í vetur. Hann var aðstoðarþjálfari þeirra hjá FH.
Guðmundur Karl stoppaði aðeins í eitt ár hjá FH áður en hann kom aftur heim í Fjölni. Hann getur spilað hinar ýmsu stöður, fjölhæfur leikmaður.
Guðmundur lék með Fjölni í mörg ár með Fjölni áður en hann fór í FH þar sem hann náði ekki að festa sig í sessi.