fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433

Gísli framlengir við Breiðablik til þriggja ára

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2018 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik.

Gísli er einn allra besti leikmaður liðsins og fór hann til reynslu hjá Haugasund í Noregi á dögunum.

Þetta eru góð tíðindi fyrir Blika sem leika í sumar undir stjórn Ágústs Gylfasonar.

Af heimasíðu Breiðabliks:
Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn kraftmikli Gísli Eyjólfsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Gísli sem er 23 ára gamall hefur verið lykilmaður í Blikaliðinu undanfarin misseri. Hann á að baki 71 leik með meistaraflokki Breiðabliks og hefur skorað 13 mörk. Hann lék einnig að láni hjá Haukum í 1. deildinni og spilaði þá 19 leiki og skoraði 1 mark. Einnig lék hann í upphafi móts 2016 nokkra leiki með Víkingi Ó. Í fyrra sló Gísli algjörlega í gegn og átti frábært tímabil.

Árangur Gísla hefur vakið athygli út fyrir landssteinana og hafa mörg erlend lið sýnt honum áhuga. Hann fór meðal annars á prufu til norska liðsins Haugasunds í vetur og einnig hafa önnur erlend lið sýnt honum áhuga. En nú hefur Gísli ákveðið að framlengja samning sinn við Blikaliðið. Hins vegar er líklegt að Gísli fari í atvinnnumennsku ef hann heldur áfram á sömu braut. Við Blikar fögnum því hins vegar að hann hafi framlengt við félagið okkar og vonum að við fáum að njóta krafta hans eitthvað áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“

Baulað á hann í endurkomunni – ,,Ég skil þá en þeir ættu að skilja mig“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Í gær

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum

Evrópudeildin: Ótrúleg endurkoma Manchester United gegn Lyon – Þrjú mörk á sjö mínútum
433Sport
Í gær

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn

Staðfestir að dóttirin sé komin í heiminn
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:

Sjáðu myndirnar: Alli hitti gamla vini fyrir stórleikinn í vikunni og gaf þeim treyjur:
433Sport
Í gær

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag

Orðaður við stærstu félög Englands – Þénar 47 þúsund á viku í dag