fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433

Helgi Valur í Fylki – Tekur skóna af hillunni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. janúar 2018 14:03

Helgi Valur skoraði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson skrifaði í dag undir samning við Fylki. Fylkir er aftur komið í deild þeirra bestu.

Helgi hefur ekki spilað fótbolta síðan árið 2015 þegar hann lék með AGF í Danmörku.

Helgi sem er uppalinn Fylkismaður hefur átt farsælan feril sem leikmaður. Hann spilaði 68 leiki í meistaraflokki Fylkis áður en hann fór í atvinnumesku en þar spilaði hann yfir 300 leiki með liðum eins og Peterborough í Englandi, Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Danmörku en þar kláraðist samningur hans 2015. Helgi hefur spilað 38 leiki með yngri landsliðum og 33 leiki með A landsliði Íslands.

Helgi sem er fæddur árið 1981 spilaði síðast með AGF í atvinnumennsku en hefur búið í Portúgal síðustu ár. Nú er hann á heimleið til að spila með uppeldisfélaginu sínu.

,, Þetta eru frábærar fréttir fyrir Fylki. Helgi er frábær fótboltamaður, uppalinn hjá félaginu og hefur átt farsælan feril sem leikmaður. Það er gott að fá Helga til okkar aftur til að taka þátt í spennandi tímum sem eru framundan hjá Fylki,“ segir Þorvaldur Árnason formaður meistaraflokks ráðs karla hjá Fylki

,, Það er algjörlega frábært að það hafi komið upp sú staða að ég gæti fengið tækifæri til að koma heim í uppeldisklúbbinn minn. Mér finnst ég vera tilbúinn í að koma heim og taka slaginn í Pepsí deildinni. Ég hef haldið mér ágætlega við eftir að ég hætti að spila sem atvinnumaður og stefni á að vera kominn í topp form sem allra fyrst,“ segir Helgi Valur Daníelsson leikmaður Fylkis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið

Fékk stórkostlegar móttökur í Manchester – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“

Fékk mjög óviðeigandi tölvupóst og var boðið mikla peninga: Vildu sjá hana stunda kynlíf – ,,Leið eins og ég væri skítug“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjaður að elska lífið í nýju landi – Þakkar fyrir stuðninginn

Byrjaður að elska lífið í nýju landi – Þakkar fyrir stuðninginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn

Sagðir ráða inn góðvin Messi svo hann framlengi samninginn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham
433Sport
Í gær

Sannfærður um að Ancelotti og leikmenn hafi ekki viljað sjá Mbappe

Sannfærður um að Ancelotti og leikmenn hafi ekki viljað sjá Mbappe
433Sport
Í gær

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“

Rodri viðurkennir að annað lið sé heillandi: ,,Þegar þeir hringja þá hlustarðu“