Fjölnir hefur samið við fimm efnilega, unga leikmenn en félagið sendi frá sér fréttatilkynningu í gærdag.
Þetta eru þeir Valgeir Lunddal Friðriksson, Orri Þórhallsson, Jóhann Árni Gunnarsson, Viktor Andri Hafþórsson og Sigurjón Daði Harðarson.
Þeir eru allir fæddir árið 2001 og voru lykilleikmenn í gríðarlega sterkum 3.fl síðastliðið sumar, en sá flokkur vann alla þá titla sem í boði voru.
Ólafur Páll Snorrason tók við þjálfun liðsins í haust og er markmiðið í Grafarvogi að byggja liðið upp á ungum og efnilegum heimamönnum.