Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Manchester United vill fá Abdoulaye Doucoure miðjumann Watford en fær samkepni frá Liverpool, Tottenham og Arsenal. (Mirror)
Patrik Kluivert er í viðræðum við Oxford United um að taka við. (Sun)
Liverpool er að ganga frá kaupum á Tomas Lemar frá Monaco. (Le 10 Sport)
Manchester United gæti fengið Blaise Matuidi miðjumann PSG í sumar. (Star)
Watford, Liverpool, Arsenal og West Ham vilja öll fá Bryan Cristante miðjumann Benfica. (Tutto)
Pep Guardiola setur alla áherslu á að finna eftirmann Fernandinho hjá Manchester City í sumar. (MEN)
Arsenal íhugar að borga 20 milljónir punda fyrir Bernd Leno markvörð Leverkusen. (Mail)