Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Real Madrid íhugar að kaupa Robert Lewandowski frá FC Bayern í sumar vegna þess að erfitt er að fá Harry Kane. (Independent)
Everton ætlar að reka Sam Allardyce í sumar og ráða Paulo Fonseca þjálfara Shaktar. (Star)
Chelsea ræðir ekki nýjan samning við Thibaut Courtois fyrr en eftir leiki við Barcelona og Leicester. (Standard)
Jose Mourinho er ósáttur með það hversu lengi Manchester United er að bjóa leikmönnum nýja samninga. (Mail)
Luis Enrique þarf að taka á sig lægri laun en hann hafði hjá Barcelona ef hann á að taka við Chelsea. (Telegraph)
Juventus ætlar að ræða við umboðsmann Emre Can og reyna að klára samning. (Gazzetta)
Liverpool er líklegasta liðið til að kaupa Jorginho miðjumann Napoli. (Star)
Arsenal hefur áhuga á Jose Maria Gimenez varnarmanni Atletico Madrid. (Sports)
Manchester United muns selja Matteo Darmian til Juventus. (Star)