Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Pep Guardiola, stjóri Manchester City er að skrifa undir nýjan samning við félagið sem mun færa honum 20 milljónir punda í laun á ári. (Mail)
Guardiola gæti farið í bann ef hann mætir með gulan borða til heiðurs Katalóníu þegar úrslit Deildarbikarsins fara fram. (Times)
Arsene Wenger er ekki sannfærður um að liðin hans Guardiola séu að spila betri fótbolta en önnur lið í gegnum tíðina. (Guardian)
Gareth Bale er ekki á förum frá Real Madrid og ætlar Zinedine Zidane sér að treysta á hann í framtíðinni. (Sun)
Forráðamenn Manchester United eru orðnir þreyttir á Mina Raiola, umboðsmanni Paul Pogba. (Times)
Jose Mourinho segir að leikmenn hans verði að vinna sér inn traust hjá honum. (Mirror)
Manchester United ætlar sér að fá Jean Michael Seri í sumar en hann ksotar í kringum 35 milljónir punda. (Mirror)
Leikmenn Manchester United eru ekki ósáttur með þá taktík sem þeir voru látnir spila gegn Sevilla í Meistaradeildinni í vikunni. (Evening News)
Farmtíð Anthony Martial hjá Manchester United er í óvissu en honum hefur ekki verið boðinn nýr samningur hjá félaginu. (RMC)
Framtíð ALan Pardew hjá WBA er í mikilli óvissu og reiknar hann með því að yfirgefa félagið í sumar. (Telegraph)