Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.
Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu er nú lokaður.
Það er hins vegar alltaf nóg af slúðri en það er BBC sem tók saman.
—————
Toby Alderweireld ferðast ekki með Tottenham í leikinn gegn Juventus með framtíð sína í óvissu. (Telegraph)
Fernando Llorente segist sakna Juventus. (Mirror)
Luis Enrique vill þjálfa í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en Arsenal og Chelsea gætu haft áhuga. (Sun)
Antonio Conte hefur bannað leikmönnum að brosa á æfingum. (Sun)
Alan Pardew seir slæmt gengi Chelsea vera vegna sölu á Diego Costa. (Star)
Jose Mourinho stjóri Manchester United vill hafa betur í baráttu við Manchester City um Isco hjá Real Madrid. (Star)