Liverpool var í gírnum í kvöld þegar liðið heimsótti Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni.
Lærisveinar Jurgen Klopp komu þar með til baka eftir tvö slæm töp í deild og bikar.
Emre Can opnaði markareikning kvöldsins í fyrri hálfleik með föstu skoti fyrir utan teiginn.
Roberto Firmino bætti svo við öðru markinu áður en fyrri hálfleikurinn var á enda en hann kláraði þröngt færi.
Hinn mangaði, Mohamed Salah bætti svo við þriðja markinu í síðari hálfleik úr vítapsyrnu.
Liverpool er áfram í fjórða sætinu með 50 stig, 15 stigum minna en topplið Manchester City.