fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
433

Mourinho sendi hjartnæmt bréf til 94 ára gamals stuðningsmanns

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Manchester United tók sig til á dögunum og sendi hjartnæmt bréf til Fredrick Schofield, stuðningsmanns félagsins.

Schofield er 94 ára gamall en hann fékk heilablóðfall á dögunum og er nú að jafna sig á spítala.

Manchester United mætir Tottenham í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á miðvikudaginn næstkomandi en Mourinho tók sér tíma til þess að senda stuðningsmanninum huggunarorð.

„Kæri Fred,“ sagði Mourinho í bréfinu.

„Ég heyrði af stuðningi þínum við félagið okkar fyrir nokkru og ég ákvað að skrifa þér og þakka þér fyrir stuðninginn í gegnum árin. Stuðningsmenn Manchester United halda áfram að koma mér á óvart.“

„Mér skilst að þú hafir verið að ganga í gegnum erfiða tíma en vonandi hjálpar það þér í batanum að ég, leikmennirnir og starfsfólk félagsins hugsum öll vel til þín og sendum þér góða strauma á þessum erfiðu tímum,“ sagði hann að lokum.

Bréfið sem Mourinho sendi má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt

Meirihluti þjóðarinnar vill losna Hareide en það stendur tæpt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann

Þetta er líklegasta félagið til að krækja í Salah ef Liverpool fer ekki að ræða við hann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Eiður og Vicente í KR
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu

Barcelona mun bjóða markavélinni framlengingu