Manchester City er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins en liðið heimsótti Cardiff i dag.
Cardiff var án Arons Einars Gunnarssonar sem er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Bæði mörk City komu í fyrri hálfleik en Kevin de Bruyne skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. Varnarveggur Cardiff hoppaði og De Bruyne renndi boltanum undir hann og í netið.
Raheem Sterling skoraði svo annað mark City með skalla og þar með var sigurinn í höfn. Cardiff átti góða sprett í síðari hálfleik en tókst ekki að skora mark til að hleypa alvöru lífi í leikinn.
Leroy Sane var sparkaður hressilega niður í fyrri hálfleik og fór af velli í hálfleik.
,,Hey Cardiff, bara að láta ykkur vita að við eigum mikilvægt mót í sumar. Ekki meiða leikmennina okkar,“ sagði þýska knattspyrnusambandið á Twitter.