fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
433

Guardiola segir að peningaleysi muni koma í veg fyrir að City vinni fernuna

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 28. janúar 2018 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City segir að liðið geti ekki unnið fernuna í ár vegna þess að það sé ekki með nægilega sterkan leikmannahóp.

Guardiola er með dýrasta hópinn í ensku úrvalsdeildinni en þrátt fyrir það segir hann að peningaleysi komi í veg fyrir að hann geti styrkt hópinn ennþá meira.

Alexis Sanchez gekk í raðir Manchester United á dögunm en City var ekki tilbúið að borga honum 350.000 pund á viku líkt og United gerði.

„Við höfum aldrei borgað 100, 90 eða 80 milljónir fyrir einn leikmann. Við getum ekki keypt leikmenn eins og staðan er í dag samkvæmt forráðamönnum félagsins,“ sagði Guardiola.

„Við getum ekki borgað þessi hæstu laun eins og staðan er í dag, kannski einn daginn en ekki eins og þetta lítur út í dag. Auðvitað höfum við eytt háum fjárhæðum í leikmenn en ég þyrfti breiðari hóp til þess að vinna fernuna.“

„Við erum samt sem áður ekki eina liðið sem hefur eytt í leikmenn, þetta er eitthvað sem öll lið gera,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lagið sem stuðningsmenn City sungu um helgina vekur mikla kátínu

Lagið sem stuðningsmenn City sungu um helgina vekur mikla kátínu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skelltu sér á fyllerí um helgina á meðan yfirmaður þeirra var rekinn – Það sem stóð á skiltinu vekur athygli

Skelltu sér á fyllerí um helgina á meðan yfirmaður þeirra var rekinn – Það sem stóð á skiltinu vekur athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiður og Vicente í KR

Eiður og Vicente í KR
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum

Óvænt tíðindi af Geir Þorsteinssyni í Vesturbænum