Manchester United er komið áfram í enska bikarnum eftir 0-4 sigur á Yeovil á útivelli.
Alexis Sanchez þreytti frumaun sína í byrjunarliði United í leiknum.
Sóknarmaðurinn var líflegur í leiknum og átti þátt í fyrsta mark leiksins sem Marcus Rashford skoraði í fyrri hálfleik eftir skelfileg mistök í vörn Yeovil.
Sanchez lagði svo upp annað mark United í leiknum áður en hann fór af velli. Hann lagði boltann á Ander Herrera sem hamraði boltanum í netið.
Jesse Lingard kom inn sem varamaður í leiknum og skoraði fallegt mark til að koma United í 0-3.
Romelu Lukaku hlóð svo í fjórða markið og gulltryggði 0-4 sigur liðsins.
United var talsverðan tíma í gang í leiknum en eftir að liðið komst yfir hafði liðið stjórn á leiknum.