Gylfi Þór Sigurðsson miðjumaður Everton náði merkilegum áfanga um jólin þegar hann lék 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi lék sína fyrstu leiki í ensku úrvalsdeildinni með Swansea en þar hefur hann spilað flestu leikina í deildinni.
Gylfi lék einnig talsvert magn af leikjum með Tottenham og nú með Everton.
Leikur númer 200 kom gegn Chelsea um jólin en Gylfi lék sinn fyrsta leik í deildinni í janúar árið 2012.
,,Þetta er frábært að ná þessum áfanga, ég hef notið hverrar mínútu á Englandi ég er ánægður að fá þessa viðurkenningu,“ sagði Gylfi.
Gylfi vantar aðeins nokkra leiki að ná Eiði Smára Guðjohnsen sem spilaði 211 leiki í ensku úrvalsdeildinni en Hermann Hreiðarsson er efstur með 332 leiki af Íslendingum.
2️⃣0️⃣0️⃣ @premierleague appearances up for Gylfi Sigurdsson.
Tough question – but pick your favourite from these goals this season. #EFC
👉 https://t.co/7F8yUXL5ff pic.twitter.com/BmFmcjWvJt
— Everton (@Everton) January 24, 2018