Manchester City telur að félagið sé að ganga frá kaupum á Aymeric Laporte varnarmanni Athletic Bilbao. BBC segir frá.
City borgar 57 milljónir punda fyrir þennan öfluga leikmann.
Hann er 23 ára gamall og verður dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Áður var það Kevin De Bruyne sem kostaði City 55 milljónir punda árið 2015.
Pep Guardiola hefur lengi haft mikið álit á Laporte sem er franskurvarnarmanður en hefur spilað í tæp 6 ár í spænsku úrvalsdeildinni.