Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Félagið hefur nú þegar lagt fram tvö tilboð í leikmanninn samkvæmt þýska miðlinum Kicker en Dortmund vill fá í kringum 53 milljónir punda fyrir hann.
Fabrizio Romano, fréttamaður hjá Sky Sports og Guardian greinir frá því í dag að Aubameyang sé búinn að samþykkja samningstilboð frá Arsenal sem færir honum 170.000 pund á viku en hann mun skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal og Sven Mislintat, yfirnjósnari hjá félaginu eru nú staddir í Dortmund þar sem að þeir reyna að kaupa leikmanninn en það er Bild sem greinir frá þessu.
Alexis Sanchez er á leiðinni til Manchester United í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan og vill Arsene Wenger styrkja hópinn hjá sér duglega fyrir seinni hluta tímabilsins.