Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Dortmund er sterklega orðaður við Arsenal þessa dagana.
Hann var ekki í hóp hjá Dortmund sem gerði jafntefli við Herthu Berlin á föstudaginn og þá flaug Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu til London í gær til þess að hitta forráðamenn Arsenal.
Enska félagið lagði fram 40 milljón punda tilboð í Aubameyang í gærdag en Dortmund hafnaði því tilboði og er félagið sagt vilja fá í kringum 53 milljónir punda.
Kicker greinir frá því í morgun að Arsenal hafi lagt fram nýtt tilboð í Aubameyang, sem hljóðar upp á 44 milljónir punda en það verður að teljast líklegt að því tilboði verði einnig hafnað.