Arsenal hefur lagt fram formlegt tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund en það er Kicker sem greinir frá þessu.
Tilboðið er talið vera í kringum 50 milljónir evra en Dortmund vill fá talsvert meira fyrir framherjann.
Michael Zorc, yfirmaður íþróttamála hjá Borussia Dortmund flaug til London í morgun til þess að semja um félagaskiptin.
Aubameyang hefur nú þegar samþykkt samningstilboð frá Arsenal og því þurfa félögin bara að ná saman um kaupverðið til þess að félagaskiptin geti gengið í gegn.
Arsene Wenger vill styrkja liðið í janúar en Alexis Sanchez, sóknarmaður liðsins er á förum til Manchester United.