Kent Roger Solheim, norskur stuðningsmaður Liverpool ákvað að skíra dóttur sína Ynwa á dögunum.
Það er tilvísun í eitt frægasta stuðningsmannalag heims, You Never Walk Alone en stuðningsmenn Liverpool syngja það iðulega fyrir hvern einasta heimaleik félagsins.
Solheim býr í Sandefjord ásamt kærustu sinni en hann hefur aldrei komið á Anfield en þau bera nafnið fram sem „Unn-Wah.“
„Við ákváðum bæði að koma með sitt nafnið hvor og hún valdi Sofie og ég valdi YNWA. Konan var til í þetta, þangað til ég sagði henni að þetta væri skrifað með W, þá fékk hún bakþanka,“ sagði Solheim.
„Við ræddum þetta aðeins og hún samþykkti þetta á endanum. Allir knattspyrnuáhugamenn vita hvað þetta þýðir en öðru fólki finnst þetta fallegt nafn. Stuðningsmenn United eru samt ekki hrifnir af þessu,“ sagði hann að lokum.