Henrikh Mkhitaryan, sóknarmaður Manchester United er tilbúinn að yfirgefa félagið og fara til Arsenal.
Hann hefur verið sterklega orðaður við Arsenal, undanfarnar vikur og þá myndi Alexis Sanchez fara í skiptum til United.
United hefur verið á eftir Sanchez í nokkrar vikur en bæði hann og Mkhitaryan eru búnir að samþykkja samningstilboð frá félögunum.
David Ornstein, fréttamaður hjá BBC greinir frá því í dag að félagaskiptin standi og falli með Mino Raiola, umboðsmanni Sanchez.
Samkvæmt Ornstein er það Raiola sem ræður ferðinni og ef hann samþykkir félagskiptin, munu þau ganga í gegn.