Arsene Wenger stjóri Arsenal hefur staðfest að allar líkur séu á að Alexis Sanchez fari til Manchester United.
Þá segir Wenger að launapakki Henrikh Mkhitaryan verði ekki vandamál. Sóknarmaðurinn frá Armeníu hafi gaman af þeim fótbolta sem Arsenal spilar.
,,Það gæti klárast með Sanchez en það gæti líka klikkað,“ sagði Wenger.
,,Ef það klárast ekki þá gæti hann spilað á laugardag, ég hef unnið við félagaskipti í 30 ár. Þetta mun líklega gerast en það er aldrei öruggt.“
,,Við höfum oft mætt Mkhitaryan, hann kann að meta þann fótbolta sem við spilum. Laun hans verða ekki vandamál.“
Wenger says Mkhitaryan is likely. “We’ve played against him many times, he’s appreciated the football we play, wages won’t be a problem.”
— John Cross (@johncrossmirror) January 18, 2018
Wenger says Sanchez “could happen or it couldn’t happen. If it doesn’t happen he could play on Sat. I’ve worked on transfers for 30 years, it’s likely to happen but these things never guaranteed”
— John Cross (@johncrossmirror) January 18, 2018