Emre Can, miðjumaður Liverpool hefur ekki samið við ítalska félagið Juventus en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.
Can hefur verið sterklega orðaður við ítalska félagið að undanförnu en hann verður samningslaus í sumar.
Enskir fjölmiðlar greindu frá því á dögunum að Can væri nú þegar búinn að skrifa undir samning við Juventus en eins og áður sagði virðist ekkert vera til í því.
Hann ræðir nú nýjan og betrumbættan samning við Liverpool en hann kom til félagsins frá Bayer Leverkusen árið 2014.
Can hefur verið lykilmaður í liðinu síðan Jurgen Klopp tók við en Liverpool situr í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 47 stig.