Arsene Wenger, stjóri Arsenal var á dögunum dæmdur í þriggja leikja bann fyrir ummæli sem hann lét falla eftir 1-1 jafnefli liðsins gegn WBA.
Wenger var brjálaður í viðtölum eftir leik og lét dómara leiksins, Mike Dean heyra það duglega en WBA fékk ódýra vítaspyrnu undir lok leiksins.
Eftir leik þá rauk Wenger í Dean og lét hann heyra það og er það ástæðan fyrir því að hann var dæmdur í þriggja leikja bann.
„Þegar að við komum inn í búningsklefann stóð Herra Wenger fyrir utan og bað starfsmann WBA um að hleypa sér inn,“ sagði Dean í skýrslu sinni eftir leik.
„Hann var mjög æstur, hallaði sér yfir mig og sagði mér að ég væri ekki heiðarlegur. Hann sagði þetta nokkrum sinnum og ég spurði hann að því hvort hann vildi meina að ég væri svindlari.“
„Hann sagði að hann stæði við orð sín um að ég væri ekki heiðarlegur. Hann sagði að ég ætti að haga mér eins og atvinnumaður og að ég væri til skammar,“ sagði dómarinn að lokum.