Borussia Dortmund mun taka ákvörðun í dag um hvort Pierre-Emerick Aubameyang verði seldur frá félaginu.
Arsenal reynir að kaupa framherjann frá Gabon og er sagt að Aubameyang vilji fara til Arsene Wenger.
Aubameyang var settur út úr leikmannahópi Dortmund um liðna helgi eftir agabrot.
,,Það er ljóst að Arsenal er að ræða við Aubameyang og Dortmund,“ sagði Guilem Balague sérfræðingur Sky Sports.
,,Þeir telja sig hafa sannfært Aubameyang um að koma til Arsenal, það þer þó stór hindrun eftir. Það er Dortmund.“
,,Arsenal fær að vita það í dag hvort Dortmund vill selja ódýrt, dýrt, hratt eða hvort þeir vilja selja yfir höfuð.“
,,Það á enginn von á því að þetta gerist strax, þetta gæti tekið alla vikuna eða lengri tíma.“