Manchester City ætlar sér ekki að fá Alexis Sanchez, sóknarmann Arsenal en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.
Leikmaðurinn hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en hann verður samningslaus næsta sumar og getur þá farið frítt frá Arsenal.
Félagið er ekki tilbúið að missa hann frítt og vill selja hann í janúar fyrir rétta upphæð en Manchester United leiðir kapphlaupið um leikmanninn.
Telegraph greinir frá því í kvöld að Chelsea hafi blandað sér í baráttuna um leikmanninn og því ljóst að það getur margt gerst í ensku úrvalsdeildinni á næstu dögum.
Verðmiðinn á Sanchez er talinn vera í kringum 35 milljónir punda en City var ekki tilbúið að borga þessa upphæð.