Liverpool virðist ekki sakna Philippe Coutinho mikið ef marka má leikinn gegn Manchester City.
Liverpool lék sér að City á Anfield í dag og er þar með fyrsta liðið til að vinna City í deildinni í ár.
Liverpool lék án Virgil van Dijk sem er meiddur. Alex Oxlade-Chamberlain sem hefur verið að bæta leik sinn mikið kom Liverpool yfir snemma leiks með snyrtilegu marki.
Leroy Sane jafnaði fyrir City þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Joe Gomez og Loris Karius gerðu sig seka um slæm mistök.
Roberto Firmino kom Liverpool aftur yfir eftir tæpa klukkustund þegar hann pakkaði John Stones og vippaði svo yfir Ederson í marki City.
Tveimur mínútum eftir mark Firmino var komið að Sadio Mane sem hamraði knettinum í netið.
Hörmungar City héldu svo áfram en á 68 mínútu refsaði Mohamed Salah með marki, Ederson hreinsði illa frá marki og Salah skaut boltanum langt fyrir utan teiginn yfir Ederson.
CIty náði að laga stöðuna þegar varamaðurinn, Bernardo Silva minnkaði muninn í 4-2. Það var í uppbótartíma sem City minnkaði muninn í 4-3 þegar Ilkay Gundogan skoraði.
City reyndi að jafna leikinn en lærisveinar Jurgen Klopp náðu að halda út.
Frábær frammistaða Liverpool en liðið er í þriðja sæti deildarinnar, 15 stigum á eftir City.