RB Leipzig í Þýskalandi hefur gefið það út að Naby Keita fari ekki til Liverpool í janúar.
Liverpool hefur reynt að flýta kaupum sínum á Keita en hann kemur til félagsins næsta sumar.
Liverpool mun þá greiða 66 milljónir punda fyrir miðjumanninn en félagið reyndi að fá hann nú í janúar.
Þýska félagið vill hins vegar ekki leyfa Keita að fara og gaf það formlega út í dag.
Líkur eru á að Jurgen Klopp reyni því að styrkja lið sitt með öðrum leiðum.
OFFICIAL: Naby #Keïta will remain an #RBLeipzig player until 30th June 2018. We wish to put the speculation about a January move to @LFC to bed. pic.twitter.com/Cilx09m24e
— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) January 14, 2018