Virgil van Dijk varð á dögunum dýrasti varnarmaður heims þegar Liverpool borgaði 75 milljónir punda fyrir hann.
Varnarmaðurinn kemur til liðsins frá Southampton en félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu.
Van Dijk stimplaði sig inn með látum á Anfield en hann skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Everton í 3. umferð FA-bikarsins í byrjun janúar.
„Verðmiðinn gerir mig ekki stressaðan, þetta er mikið hrós til mín sem leikmanns og undirstrikar þá vinnu sem ég hef lagt á mig a undanförnu að Liverpool sé tilbúið að borga svona háa upphæð fyrir mig,“ sagði Van Dijk.
„Ég get ekki breytt neinu varðandi þessa upphæð. Ég er kominn í frábært félag og núna vil ég bara standa mig vel fyrir Liverpool.“
„Andrúmsloftið á Anfield er ótrúlegt, í hverjum einasta heimaleik og ég er bara mjög ánægður að vera loksins kominn hingað til félagsins,“ sagði hann að lokum.