Chelsea tók á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska Deildarbikarsins í gær en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Gestirnir vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en eftir að Martin Atkinson, dómari leiksins hafði skoðað atvikið var ákveðið að dæma ekki víti.
Heimamenn voru svo sterkari aðilinn í síðari hálfleik og fékk Andreas Christensen algjört dauðafæri en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Liðin mætast í seinni undanúrslitaleiknum þann 24. janúar næstkomandi og þá kemur í ljóst hvort liðið fer áfram í úrslitaleikinn.
Það vakti athygli fyrir leik þegar Antonio Conte var að hvísla einhverju að Alexis Sanchez leikmanni Arsenal. Var hann að biðja hann um að koma til félagsins?
Mynd af þessu er hér að neðan.