Chelsea tók á móti Arsenal í fyrri leik liðanna í undanúrslitum enska Deildarbikarsins í kvöld en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og fékk Andreas Christensen besta færi leiksins í síðari hálfleik en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því markalaust jafntefli eins og áður sagði.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal var sáttur með sína menn í kvöld en hefði viljað skora mark.
„Það var mikil samstaða í liðinu í kvöld og við gáfum ekki mörg færi á okkur. Ég er ánægður með hugarfar leikmanna minna í kvöld,“ sagði Wenger eftir leik.
„Ég vildi sjá stöðugleika hjá mínu liði og auðvitað vildum við skora og við vorum nálægt því. Atvikið með Moses var skoðað og það var ekkert dæmt og ég virði það.“
„VAR tæknin tók of langan tíma fannst mér, þetta þarf að gerast hraðar,“ sagði stjórinn að lokum.