Carlo Ancelotti er í dag orðaður við stjórastöðuna hjá Arsenal en það er Evening Standard sem greinir frá þessu.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal gæti hætt með liðið eftir þetta keppnistímabil en lítið hefur gengið hjá Arsenal á leiktíðinni.
Liðið situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig og er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.
Þá gæti liðið einnig misst af Evrópudeildarsæti en Tottenham er sem stendur í fimmta sætinu með 41 stig.
Stuðningsmenn Arsenal eru orðnir langþreyttir á Wenger en liðið féll úr leik í enska FA-bikarnum um helgina eftir tap gegn B-deildarliði Nottingham Forest.