Farhad Moshiri eigandi Everton segir að félagið hafi gert allt til þess að halda Romelu Lukaku hjá félaginu.
Lukaku gekk í raðir Manchester United í sumar en allt stefndi í að hann færi til Chelsea. Lukaku hafði hitt fengið vúdu skilaboð sem sögðu honum að fara til Chelsea að sögn Moshiri.
,,Ef ég segi ykkur hvað við buðum Lukaku þá mynduð þið ekki trúa mér,“ sagði Moshiri á fundi með stuðningsmönnum í gær.
,,Umboðsmaður hans var mættur á æfingasvæðið að klára allt en leikmaðurinn var í Afríku þar sem spákona sagði honum að hann yrði að fara til Chelsea.“
Nú íhugar Lukaku að fara í mál við Moshiri og segir þetta vera tóma steypu.
,,Lukaku er kaþólskur og vúdú er ekki hluti af hans lífi eða trú, hann hafði ekki neina trú á Everton og verkefni Moshiri. Hann vild vegna þess ekki skrifa undir nýjan samning,“ sagði talsmaður Lukaku g sagði hann framherjann nú íhuga málsókn.