Manchester United hefur farið í hart við Sevilla sem hefur neitað að lækka miðverð sitt á leik liðsins í Meistaradeildina.
United og Sevilla munu eigast við í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.
Sevilla rukkar stuðningsmenn United um 89 pund sem er með því hæsta sem sést.
United hefur reynt að ræða við Sevilla og beðið félagið um lækka verðið.
Sevilla hafnar því og því hefur United hækkað miðverð á stuðningsmenn Sevilla í leiknum á Old Trafford um 35 pund.
Þessi 35 pund munu svo renna til stuðningsmanna United sem fara á útileikinn sem styrkur í þá ferð.