Alexis Sanchez gæti verið á förum frá Arsenal en frá þessu greina enskir fjölmiðlar.
Samningur hans rennur út í sumar og gæti hann því farið frítt frá félaginu en Manchester City hefur mikinn áhuga á honum.
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur félagið nú þegar lagt fram 25 milljón punda tilboð í Sanchez en Arsenal vill fá 35 milljónir punda.
TyCSports í Argentínu greinir frá því í dag að Arsenal sé tilbúið að greiða upp klásúluna í samningi Cristian Pavon, sóknarmanns liðsins ef Sanchez fer.
Hún hljóðar upp á 37 milljónir punda en Pavon er 21 árs gamall vængmaður sem getur spilað allar stöður, fremst á vellinum.
Þá á hann að baki 2 landsleiki með Argentínska landsliðinu.