Verslunarrisinn H&M hefur verið harðlega gagnrýndur. Fólk er ýmist hneykslað eða misboðið vegna barnapeysu sem ungur svartur strákur klæðist á heimasíðu þeirra. Á peysunni stendur: „Coolest Monkey In The Jungle,“ eða „svalasti apinn í frumskóginum.“
Orðið „monkey“ á sér langa sögu sem niðrandi orð fyrir svarta og þykir hlaðið kynþáttafordómum.
H&M hefur beðist afsökunar á þessu atviki en stór nöfn í íþróttaheiminum hafa stigið upp.
Þar má nefna Romelu Lukaku framherja Manchester United sem hefur breytt stöfunum á peysunni. ,,Svart er fallegt,“ stendur á peysunni sem Lukaku birti.
Lebron James, besti körfuboltamaður í heimi hefur einnig stigið upp og talar um kónginn.
Myndir af þessu eru hér að neðan.