Philippe Coutinho gekk formlega til liðs við Barcelona í dag.
Hann kemur til félagsins frá Liverpool en spænska félagið borgar í kringum 142 milljónir punda fyrir Coutinho sem gerir hann að þriðja dýrasta knattspyrnumanni heims.
Stuðningsmenn Liverpool eru að vonum svekktir með söluna en Joey Barton telur að Liverpool geti orðið betri lið án hans.
„Klopp hefur verið í vandræðum með að koma þeim Coutinho, Mane, Salah og Lallana saman í byrjunarliðið,“ sagði Barton.
„Núna verða þetta bara Mane og Salah á köntunum, Firmino fremstur og Lallana eða Wijnaldum fyrir aftan þá. Ég held að salan komi til með að hjálpa Klopp.“
„Hann var með leikmann í liðinu sem vildi fara, hann fékk fullt af peningum fyrir hann og núna getur hann haldið áfram að styrkja liðið enn frekar. Það er kannski fáránlegt að segja það en ég held að Liverpool geti orðið betra lið án Coutinho.“
„Fyrir mér er Hazard ennþá betri leikmaður en Coutinho og Salah hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu,“ sagði Barton að lokum.