Arsenal íhugar nú að kaupa David Luiz, varnarmann Chelsea en það er Sun Sport sem greinir frá þessu.
Luiz hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea að undanförnu en hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu eftir tap gegn Roma í Meistaradeildinni.
Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en Antonio Conte, stjóri liðsins er sagður vilja losna við hann.
Verðmiðinn á honum er talinn vera í kringum 30 milljónir punda en það er sama upphæð og Chelsea borgaði fyrir hann þegar að þeir keyptu hann af PSG.
Luiz var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð þegar Chelsea varð enskur meistari.