Martin Keown fyrrum varnarmaður Arsenal og sérfræðingur BBC segir að hans gamla félag muni ekki enda á meðal efstu fjögurra liða í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal situr þessa stundina í sjötta sæti og þá er liðið úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Nottingham í dag.
Keown segir að eina leið Arsenal í Meistaradeildina sé að leika eftir afrak Manchester United frá síðustu leiktíð.
,,Þeir verða að gera það sem Manchester United gerði og koma sér í Meistaradeildina með því að vinna Evrópudeildina,“ sagði Keown.
,,Ég sé þá ekki ná efstu fjórum sætunum, ef þú horfir á Liverpool sem eru nokkrum stigum á undan þeim og Tottenham, þau lið eiga ekki einu sinni öruggt sæti.“