Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester City er á leiðinni í læknisskoðun hjá Liverpool í fyrramálið en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í kvöld.
Kaupverðið er talið veri í kringum 50 milljónir punda og mun hann skrifa undir fjögurra og hálfs árs samning við Liverpool.
Félagið seldi Philippe Coutinho í kvöld til Barcelona fyrir 146 milljónir punda sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni heims.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool sagði eftir söluna á Coutinho að félagið væri strax byrjað að vinna í því að fylla skarð hans og er Mahrez hugsaður sem arftaki hans.
Þá hefur félagið einnig verið sterklega orðað við Thomas Lemar, sóknarmann Monaco að undanförnu.