Liverpool tók á móti Everton í enska FA-bikarnum í gærdag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.
Það voru þeir James Milner og Virgil van Dijk sem skoruðu mörk Liverpool í gær en Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði metin fyri Everton í stöðunni 1-0.
Í fyrri hálfleik átti sér stað atvik þar sem að Roberto Firmino og Mason Holgate lenti saman.
Holgate grýtti Firmino út í stúku en Firmino reiddist mjög við þetta, hljóp upp að Holgate og lét hann heyra það duglega.
Holgate segir að Firmino hafi kallað sig negra í tvígang en það er Mirror sem greinir frá þessu í kvöld.
Enska knattspyrnusambandið skoðar nú atvikið en Firmino heldur fram sakleysi sínu í málinu og Liverpool er tilbúið að gera allt til þess að hreinsa nafn leikmannsins og félagsins.