Philippe Coutinho, sóknarmaður Liverpool er á förum til Barcelona en þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag.
Kaupverðið er talið vera í kringum 145 milljónir punda sem gerir hann að þriðja dýrasta leikmanni heims, á eftir þeim Neymar og Kylian Mbappe.
Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool hefur alltaf ítrekað við blaðamenn að leikmaðurinn sé ekki til sölu.
Hann tók við Liverpool árið 2015 og var eitt sinn spurður út í sölur félagsins á þeim Luis Suarez og Raheem Sterling.
Klopp sagði að liðið þyrfti að halda sínum bestu leikmönnum, ef þeir ætluðu sér að vinna titla.
„Ég var ekki stjóri hérna þegar Suarez var seldur,“ sagði Klopp.
„Ég var ekki stjóri hérna þegar Sterling var seldur.“
„Ég er stjóri hérna núna og við ætlum okkur ekki að selja Coutinho,“ sagði hann á sínum tíma.